Nú um síðustu helgi fór fram landsmót í leirdúfuskotfimi á Húsavík,var
  þetta fyrsta landsmót sem haldið hefur verið af Skotfélagi Húsavíkur
  en mikil gróska er í skotgreinum þar um slóðir um þessar mundir.
  Skotfélagið Markviss átti þar einn keppanda í 1 fl.Guðmann Jónasson,
  og náði hann ágætis árangri á mótinu, vann 1.flokkinn og hafnaði í 3 sæti á mótinu
  eftir sigur í bráðabana gegn Sigdóri Jósefssyni frá Húsavík. 
Í fyrsta sæti varð Pétur T. Gunnarsson SIH og annar varð Örn Valdimarsson SR.

  Ekki var Guðmann eini Húnvetningurinn meðal keppanda
  en Guðmundur Pálsson (Svavarssonar) sem keppir fyrir SR vann 3.flokkinn og
  Guðlaugur Bragi Magnússon(frá Sunnuhlíð) Skotfélagi Akureyrar hafnaði í 4 sæti í 1.flokk.
Leave a Reply.