Glæsilegur árangur náðist á landsmótinu nú um helgina,lið SR setti  Íslandsmet í liðakeppni en það hafði staðið frá árinu 2005, nýja metið er 335 dúfur sem er bæting um 2 frá því gamla sem SFS átti.
Pétur T. Gunnarsson (SIH)náði meistarafl. árangri,skaut 118/125  og var efstur fyrir final, á hæla honum kom svo Örn Valdimarsson (SR) með 117/125, þriðji var svo Þorgeir Már Þorgeirsson (SR) með 110/125,Stefán Örlygsson (SR) 108/125 og í 5-6 sæti Jóhannes P.Héðinsson (SFS) og Guðmann Jónasson (Markviss) báðir með 100/125.

Í úrslitum urðu nokkrar breytingar á röð efstu manna, Pétur og Örn voru jafnir eftir finalinn með 139/150 og í bráðabana hafði
Örn betur og hrósaði sigri á sínu 3ja móti í ár. Pétur hafnaði sem áður segir í öðru sæti, Stefán náði þriðja sætinu af Þorgeiri
og Guðmann endaði fimmti og Jóhannes í sjötta.
Nánari úrslit eru á síðu STÍ

og myndir á flickr síðu Gumma GíslaLeave a Reply.