Jæja þá er Íslandsmeistaramótinu lokið. Við áttum 2 keppendur á mótinu að þessu sinni,þá Bergþór og Guðmann og höfnuðu þeir í 5 og 7 sæti, mótið fór fram á skotsvæði SIH í Hafnarfirði í blíðskaparveðri og voru aðstæður allar hinar bestu.
Alls voru 34 keppendur skráðir til leiks í karla og kvennaflokki. Íslandsmeistari kvenna varð Anný Björk Guðmundsdóttir SIH og Íslandsmeistari karla Sigurþór Jóhannesson SIH.
Nánari upplýsingar og úrslit má sjá á heimasíðu SIH. www.sih.isLeave a Reply.