Afmælismót Markviss 23-24 júlí 2011

Staðan eftir fyrri dag
Efstur er Sigurþór á 72, annar Örn á 66 og þriðji er Guðmann á 64. Bergþór er í 4-5 á 63 og Brynjar er 15-16 á 55
Picture
Þá er afmælismóti Markviss lokið. Allt gekk að óskum og mættu allir keppendur til veisluhalda í Ósbæ þar sem að snætt var grillkjöt með tilheyrandi og afmælistertan skorin. Einnig var honum Sighvati fyrrverandi formanni afhent heiðurskjal og gjöf fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Við viljum þakka öllum keppendum og aðstandendum fyrir góða helgi og hlökkum til að fá ykkur aftur til okkar.

Hérna koma úrslit mótsins. Íslandsmetið eftir final var bætt um eina dúfu af honum Sigurþóri sem átti einnig fyrra met. Óskum honum til hamingju með sigurinn. Guðmann Jónasson endaði í 3 sæti eftir að hafa verið í 5 sæti fyrir final. Bergþór Pálsson varð 4 en hann var í 3-4 sæti fyrir final. Brynjar Þór Guðmundsson varð 15.
Picture